14.4.2008 | 10:11
Er curling íþrótt en ekki vaxtarrækt?
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna kemur ekki einu sinni lítil fréttaklausa í blöðum eða sjónvarpi þegar Íslandsmót í fitness og vaxtarrækt fer fram, þar sem tugir keppenda mætast og keppa eftir margra mánaða undirbúning?
Íslendingar eiga ágætis hóp af flottu fitness og vaxtarræktarfólki sem er að gera virkilega góða hluti í þeim heimi. Til dæmis fór fram nú um helgina Osló Grand Prix sem er stórt mót í Noregi. Þar náðu 5 íslendingar í sæti, þar af þrír í 2.sæti.
Áhugafólk um sportið fyllti Austurbæjarbíó og gott betur en það á Bikarmóti IFBB í nóvember, fólk flykktist til Akureyrar að fylgjast með Íslandsmóti IFBB um páskahelgina, nokkrir Íslendingar ná frábærum árangri á erlendu móti en samt heyrir maður hvergi á þetta minnst í fjölmiðlum.
Þetta eru bara svona smá vangaveltur, það er fjallað um Íslandsmót í krullu í fréttum Ríkissjónvarpsins..hvað ætli margir stundi krullu á Íslandi en vaxtarrækt & fitness er bara ósýnilegt, ég bara spyr..
Hér eru nokkrar myndir af Íslendingunum okkar í Noregi um helgina, fékk þessar myndir á Vodvafikn.net:
Guðrún 2.sæti -163 cm flokki
Magnús Bess 2.sæti -100kg flokkur
Guðmundur Bragason 2.sæti -90 kg flokkur
Sigurður Kjartansson 3.sæti - 90 kg flokkur
Sigurður Gestson 5.sæti - 80 kg flokkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.